„Heitustu göng á landinu“

Hlýtt og notalegt er í nýju Vaðlaheiðargöngunum.
Hlýtt og notalegt er í nýju Vaðlaheiðargöngunum. mbl.is/Þorgeir

Sum­ir þeirra 3.000 ökuþóra sem keyrðu um hin nýopnuðu Vaðlaheiðargöng á fyrsta sól­ar­hringn­um eft­ir að þau opnuðu tóku eft­ir því að hita­mæl­ar á bíl­um þeirra virt­ust rjúka upp á meðan á ferðalag­inu stóð.

Mbl.is barst t.a.m. ein ábend­ing um að í göng­un­um miðjum hefði mælst um 22°c hiti. Má því segja að göng­in séu ekki ein­ung­is heit í þeim skiln­ingi að þau séu svo ótrú­lega vin­sæl.

Val­geir Berg­mann, fram­kvæmda­stjóri Vaðlaheiðarganga hf, seg­ir þenn­an hita þó vera eðli­leg­an og kom­inn til að vera, enda séu göng­in þau heit­ustu á land­inu. Ástæðan sé heitt vatnið sem renn­ur yfir berggöng­in á löng­um kafla og því sé hiti í göng­un­um miðjum á bil­inu 22°-26° á celcíus. 

Tals­vert heit­ari en önn­ur göng

„Al­mennt er það þannig í göng­um á Íslandi að frost nær ekki nema svona hálf­an kíló­metra inn og oft­ast nær hiti svona um það bil tíu gráðum,“ seg­ir Val­geir. Þá seg­ir hann það al­gengt að hita­stig sé nokkuð mis­mun­andi í jarðgöng­um á Íslandi og gjarn­an sé það vegna upp­sprettu heits vatns í ná­lægð við göng­in. Sem dæmi nefn­ir hann að á ein­um stað sé 64° heitt vatn við Hval­fjarðargöng­in, en þar sem það sé ein­ung­is á stutt­um kafla hef­ur það ekki þau áhrif að þau hitna eins og Vaðlaheiðargöng­in.

Mynd sem einn ökuþór tók af hitamæli bíls síns þegar …
Mynd sem einn ökuþór tók af hita­mæli bíls síns þegar hann ók um nýopnuð Vaðlaheiðargöng. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert