„Heitustu göng á landinu“

Hlýtt og notalegt er í nýju Vaðlaheiðargöngunum.
Hlýtt og notalegt er í nýju Vaðlaheiðargöngunum. mbl.is/Þorgeir

Sumir þeirra 3.000 ökuþóra sem keyrðu um hin nýopnuðu Vaðlaheiðargöng á fyrsta sólarhringnum eftir að þau opnuðu tóku eftir því að hitamælar á bílum þeirra virtust rjúka upp á meðan á ferðalaginu stóð.

Mbl.is barst t.a.m. ein ábending um að í göngunum miðjum hefði mælst um 22°c hiti. Má því segja að göngin séu ekki einungis heit í þeim skilningi að þau séu svo ótrúlega vinsæl.

Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf, segir þennan hita þó vera eðlilegan og kominn til að vera, enda séu göngin þau heitustu á landinu. Ástæðan sé heitt vatnið sem rennur yfir berggöngin á löngum kafla og því sé hiti í göngunum miðjum á bilinu 22°-26° á celcíus. 

Talsvert heitari en önnur göng

„Almennt er það þannig í göngum á Íslandi að frost nær ekki nema svona hálfan kílómetra inn og oftast nær hiti svona um það bil tíu gráðum,“ segir Valgeir. Þá segir hann það algengt að hitastig sé nokkuð mismunandi í jarðgöngum á Íslandi og gjarnan sé það vegna uppsprettu heits vatns í nálægð við göngin. Sem dæmi nefnir hann að á einum stað sé 64° heitt vatn við Hvalfjarðargöngin, en þar sem það sé einungis á stuttum kafla hefur það ekki þau áhrif að þau hitna eins og Vaðlaheiðargöngin.

Mynd sem einn ökuþór tók af hitamæli bíls síns þegar …
Mynd sem einn ökuþór tók af hitamæli bíls síns þegar hann ók um nýopnuð Vaðlaheiðargöng. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert