Jólaböð og norðurljós á jólunum

Ferðamenn skoðuðu ýmist náttúruna eða slöppuðu af um jólin.
Ferðamenn skoðuðu ýmist náttúruna eða slöppuðu af um jólin. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækjanna stóðu víða vaktina á aðfangadag, jóladag og í gær, annan í jólum. Hjá Kynnisferðum, líkt og mörgum rútufyrirtækjanna, var þjónustan nokkuð hefðbundin þrátt fyrir jól.

„Það hefur gengið afskaplega vel þessi jólin og töluvert verið að gera,“ segir Jóhanna Hreiðarsdóttir, rekstrarstjóri þjónustu og ferða Kynnisferða. Hún segir að fyrirtækið hafi boðið upp á Gullna hringinn, Suðurströndina og aðrar vinsælar leiðir öll jólin, en eitthvað af lengri ferðum hafi staðið til boða á aðfangadag auk síðustu ferðar dagsins í Gullna hringinn.

„Við reynum að stilla þetta þannig af að fólkið okkar komist heim í mat með fjölskyldum sínum,“ segir Jóhanna. Á jóladag fór fyrirtækið með 500 manns í norðurljósaferð en ekki var farið í gær vegna slæmra veðurskilyrða, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert