VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness segja það „ófrávíkjanlega kröfu“ sína að þeir samningar sem gerðir verði verði afturvirkir til 1. janúar 2019. Fréttablaðið hefur þetta eftir Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness, en Efling og VLFA drógu ákváðu nýverið að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu og vísuðu kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara.
Segir Vilhjálmur þau gera kröfu um að samningar þeirra við Samtök atvinnulífsins gildi frá og með 1. janúar næstkomandi, óháð því hvenær samningar náist. Dragist samningar á langinn verði þeir einfaldlega afturvirkir.
Fyrsti fundur SA, VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness hjá ríkissáttasemjara verður haldinn á morgun eftir að síðarnefndu félögin þrjú vísuðu deilunni þangað og er í frétt Morgunblaðsins um málið haft eftir Ragnari Ingólfssyni, formanni VR, að hann vonist til þess að komast hjá því að boða þurfi til verkfallsaðgerða.