Metaðsókn á Læknavaktina

Metaðsókn var helgina fyrir jólin. Eru margar pestir í gangi.
Metaðsókn var helgina fyrir jólin. Eru margar pestir í gangi. mbl/Arnþór Birkisson

Met var slegið í heim­sókn­um á Lækna­vakt­ina helg­ina fyr­ir aðfanga­dag, hinn 22. og 23. des­em­ber.

Hátt í 540 manns leituðu lækn­isaðstoðar þar hvorn dag en aldrei hef­ur áður verið jafn­mikið álag á Lækna­vakt­inni yfir hátíðarn­ar, að sögn Gunn­laugs Sig­ur­jóns­son­ar, lækn­inga­fram­kvæmda­stjóra Lækna­vakt­ar­inn­ar.

Á aðfanga­dag leituðu um 200 manns á Lækna­vakt­ina en þá er oft­ast tölu­vert minna álag en dag­ana fyr­ir jól. Þegar Morg­un­blaðið ræddi við Gunn­laug ann­an í jól­um sagðist hann bú­ast við því að anna­samt yrði á Lækna­vakt­inni þann dag.

„Nú er að ganga tölu­vert mikið af önd­un­ar­færa­sýk­ing­um og pest­um, svo er RS-veira að ganga hjá börn­um og in­flú­ens­an er byrjuð að stinga sér niður,“ seg­ir Gunn­laug­ur en hann tel­ur marga hafa veikst af in­flú­ensu viku fyr­ir jól.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert