Skýrsla um neyðarlán væntanleg

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/​Hari

Már Guðmundsson seðlabankastjóri vonast til að skýrsla um 500 milljóna evra lánið sem bankinn veitti Kaupþingi sama dag og neyðarlögin voru sett árið 2008 verði birt í næsta mánuði.

Vegna samninga um leynd er mögulegt að tvær útgáfur verði gerðar af skýrslunni, að því er RÚV greindi frá.

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sagðist í síðasta mánuði ætla að fal­ast eft­ir því við Seðlabank­ann að hann óski svara frá Kaupþingi um hvernig hann ráðstafaði neyðarláninu sem hann fékk 6. októ­ber 2008.

„Við erum núna búin að fá svar sem að svaraði kannski ekki að öllu leyti, en að einhverju leyti, og það svar mun verða hluti af skýrslunni. Og ég er að vona það að það verði hægt, það kannski næst ekki fyrir áramót, en mjög fljótlega á nýju ári. Það er mín von en ég veit ekkert hvað gerist, kemur upp á,“ sagði Már í skriflegu svari sínu til RÚV.

Hann sagði að skýrslan væri komin það langt að góðar líkur væru á að hún yrði birt í janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert