Viðræður hjá ríkissáttasemjara hefjast á morgun

Félögin þrjú vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara í síðustu viku.
Félögin þrjú vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara í síðustu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrsti fundur SA, VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness hjá ríkissáttasemjara verður haldinn á morgun eftir að síðarnefndu félögin þrjú vísuðu deilunni þangað.

Formaður VR segir félögin hafa tekið ákvörðunina með fullan hug á því að ná árangri í viðræðunum. Hann vonast til þess að komast hjá því að boða þurfi til verkfallsaðgerða. Formaður SA segir það engum til góðs ef til harðra átaka og/eða verkfalla komi.

Forsvarsmenn helstu hagsmunasamtaka atvinnulífsins lýsa sýn sinni fyrir næsta ár í ViðskiptaMogganum í dag. Munu niðurstöður kjaraviðræðna hafa mikið að segja um horfurnar á nýju ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert