Sjö prósent vilja banna flugelda

Rétt um helmingur Íslendinga vill óbreytt fyrirkomulag við flugeldasölu.
Rétt um helmingur Íslendinga vill óbreytt fyrirkomulag við flugeldasölu. AFP

Sjö prósent Íslendinga vilja banna flugelda alfarið en það er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar netkönnunar Maskínu og byggir á svörum 817 einstaklinga.

Töluverður munur er á viðhorfi fólks til flugeldasölu eftir stjórnmálaskoðunum. Kjósendur Miðflokksins og Flokks fólksins líklegastir til þess að styðja óbreytt fyrirkomulag við sölu flugelda, en hjá kjósendum flokkanna tveggja mælist um 64 prósenta stuðningur við óbreytt fyrirkomulag.

Skjáskot/Maskína

Meðal kjósenda Pírata mælist aftur á móti mest andstaða við flugeldasölu en 18,5 prósent kjósenda flokksins vilja banna flugelda með öllu.

Skjáskot/Maskína

Á bilinu 45 til 46 prósent Íslendinga vilja óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda og tæplega 48 prósent vilja hefta söluna að einhverju leyti. Reykvíkingar eru ólíklegastir til að vilja óbreytt fyrirkomulag, eða á milli 35 og 35 prósent, en meðal íbúa á Norðurlandi mælist stuðningur við óbreytt fyrirkomulag um 60 prósent.

Skjáskot/Maskína

Þá er töluverður munur á viðhorfi til sölu flugelda eftir menntun fólks. Þar sést að um 55 prósent þeirra sem hafa ekki lokið háskólaprófi vilja óbreytt fyrirkomulag samanborið við 35 til 36 prósent þeirra sem hafa lokið háskólaprófi.

Skjáskot/Maskína
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert