Deilt um stöðu borgarstjóra

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/​Hari

Líf Magneu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Vinstri grænna, seg­ir það eðli­legt að Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri sitji í þriggja manna hópi sem skipaður er til að rýna í niður­stöður skýrslu innri end­ur­skoðunar Reykja­vík­ur­borg­ar um bragga­málið svo­nefnda.

„Mér finnst það eðli­legt því hann er æðsti yf­ir­maður stjórn­sýsl­unn­ar og æðsti yf­ir­maður borg­ar­inn­ar og á meðan hann er það þá hlýt­ur hann að njóta ein­hvers trausts til að fara í saum­ana á því sem bet­ur má fara inn­an stjórn­sýsl­unn­ar. Þannig að að svo stöddu finnst mér ekk­ert að því að hann taki sæti í þess­um hópi,“ seg­ir Líf.

Hild­ur Björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, fór fram á að Dag­ur myndi víkja úr hópn­um. Mun Hild­ur sjálf gefa sæti sitt laust verði ekki fall­ist á þessa kröfu. „Ef hann [Dag­ur] nýt­ur ekki trausts Hild­ar Björns­dótt­ur þá er það allt annað mál. Það er bara eðli póli­tík­ur­inn­ar. Þannig að ég sé ekki að ég ætti að hafa ein­hverja sér­staka skoðun á þess­um tíma­punkti á hvort hann njóti trausts til að skila af sér ein­hverri skoðun á hvernig stjórn­sýsl­an gæti unnið bet­ur, hvernig verk­ferl­ar ættu að vera, hvort upp­lýs­ing­ar væru gefn­ar til nefnda og ráða og með hvaða hætti og hvernig emb­ætt­is­menn ættu að fara að í aðstæðum sem þess­um svo þetta end­ur­tæki sig ekki,“ seg­ir Líf, sem sak­ar jafn­framt Hildi um að setja upp póli­tískt leik­rit.

„Hún er að setja upp póli­tískt leik­rit og það þarf auðvitað inni­stæðu fyr­ir því en á meðan ekk­ert annað hef­ur komið upp þá þarf þetta eðli­lega að hafa sinn gang þar sem fram­kvæmda­stjóri borg­ar­inn­ar tek­ur á þess­um mál­um og hvernig bet­ur megi gera í framtíðinni.“ 

Al­gjör­lega ófært

Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Miðflokks­ins, er hins veg­ar á öðru máli og seg­ir það fá­sinnu að Dag­ur skoði sjálf­an sig.

„Ég tel að það sé al­gjör fás­inna og al­gjör­lega ófært ef þessi hóp­ur kemst á lagg­irn­ar að Dag­ur sitji í því að skoða sjálf­an sig og viðbrögð við sín­um eig­in af­glöp­um sem koma fram í skýrsl­unni. Þetta er merki um al­gjöra blindu á eig­in verk. Ég hef gagn­rýnt það frá byrj­un og skip­un þessa hóps. Það er talað um að þetta sé hóp­ur minni- og meiri­hluta en þetta var til­kynnt ein­hliða á fundi borg­ar­ráðs án þess að nokk­ur vissi.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert