Fleiri erindi vegna lækningatækja

Áreiðanleiki ígræddra lækningatækja eru nú til skoðunar hjá embætti landlæknis, …
Áreiðanleiki ígræddra lækningatækja eru nú til skoðunar hjá embætti landlæknis, Lyfjastofnun og Sjúkratrygginga Íslands. Fleiri erindi hafa borist. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Fleiri svör hafa borist frá þeim 415 framleiðendum, seljendum og/eða notendum lækningatækja sem fengu bréf frá Lyfjastofnun, embætti landlæknis og Sjúkratryggingum Íslands, þar sem óskað var eftir upplýsingum um tilvik sem kunni að hafa komið upp þar sem frávik, galli eða óvirkni slíkra tækja hafi valdið eða getað valdið heilsutjóni eða dauða.

Þetta segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við mbl.is, en frestur til þess að bregðast við bréfi stofnananna rennur út í dag.

Hún segist ekki hafa yfirlit yfir þau erindi sem hafa borist, en að unnið verður úr þeim eins fljótt og auðið er. Greint verður frá niðurstöðum á nýju ári og áréttar Rúna að það verði fljótlega.

Bréfin voru send út vegna fréttaflutnings Alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ, þar sem fram kom að fjöldi ígræddra lækningatækja stæðist ekki kröfur um öryggi og að eftirliti með tækjunum sé ábótavant.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert