Myndband af óhappinu

mbl.is/Eggert

Sjá má í mynd­bandi sem vef­ur Frétta­blaðsins hef­ur birt þegar ný flug­vél Icelanda­ir af teg­und­inni Boeing 737 Max 1 sveifl­ast í 90 gráður í slæmu veðri og skell­ur á land­gangi á Kefla­vík­ur­flug­velli að kvöldi jóla­dags.

Mbl.is greindi frá óhapp­inu í gær­morg­un. 

Vél­in nefn­ist Látra­bjarg og er ein sú nýj­asta í flota Icelanda­ir. Hún var tengd ran­an­um þegar hún sner­ist til og var hurðin því opin þegar at­vikið átti sér stað. Flug­vél­in, sem var mann­laus, kom til lands­ins á aðfanga­dag klukk­an hálf­fjög­ur en eng­ar flug­ferðir voru á veg­um Icelanda­ir á jóla­dag.

Vél­in skemmd­ist nokkuð og unnið er að viðgerð á henni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert