Myndband af óhappinu

mbl.is/Eggert

Sjá má í myndbandi sem vefur Fréttablaðsins hefur birt þegar ný flugvél Icelandair af tegundinni Boeing 737 Max 1 sveiflast í 90 gráður í slæmu veðri og skellur á landgangi á Keflavíkurflugvelli að kvöldi jóladags.

Mbl.is greindi frá óhappinu í gærmorgun. 

Vélin nefnist Látrabjarg og er ein sú nýjasta í flota Icelandair. Hún var tengd rananum þegar hún snerist til og var hurðin því opin þegar atvikið átti sér stað. Flugvélin, sem var mannlaus, kom til landsins á aðfangadag klukkan hálffjögur en engar flugferðir voru á vegum Icelandair á jóladag.

Vélin skemmdist nokkuð og unnið er að viðgerð á henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert