Byggt hjá Öskjuhlíð

Hótel í Öskjuhlíð. Arkitektar hafa teiknað 100 herbergja hótel í …
Hótel í Öskjuhlíð. Arkitektar hafa teiknað 100 herbergja hótel í hlíðina Tölvumynd/GP arkitektar

Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, formaður skipu­lags- og sam­gönguráðs Reykja­vík­ur, seg­ir næsta þétt­ing­ar­svæði í borg­inni munu liggja meðfram borg­ar­línu frá Lækj­ar­torgi og yfir fyr­ir­hugaða brú yfir á Kárs­nesið.

„Þar má segja að sé næsta upp­bygg­ing­ar­svæði. Það gæti orðið sam­bæri­leg upp­bygg­ing og á Vals­reitn­um,“ seg­ir Sig­ur­borg Ósk og nefn­ir Flug­vall­ar­veg sem dæmi um mögu­legt upp­bygg­ing­ar­svæði nærri borg­ar­línu.

Til upp­rifj­un­ar eru allt að 930 íbúðir áformaðar við Hlíðar­enda.

Guðni Páls­son arki­tekt hef­ur teiknað 100 her­bergja hót­el ofan við Flug­vall­ar­veg. Verk­efnið hef­ur verið kynnt borg­inni.

Fjöldi verk­efna er í píp­un­um við Vatns­mýr­ina. Meðal þeirra er ný sam­göngumiðstöð en með vor­inu verður efnt til skipu­lags­sam­keppni. Óli Örn Ei­ríks­son, deild­ar­stjóri at­vinnuþró­un­ar hjá borg­inni, seg­ir niður­stöðu í keppn­inni að vænta næsta haust, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um áform þessi í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert