Eðlilegra fyrir borgarstjóra að standa utan rýnihópsins

Dagur B Eggertsson.
Dagur B Eggertsson. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

„Manni hefði fundist það eðlilegra ef Dagur B. [Eggertsson borgarstjóri] væri ekki í þessum hópi enda beinist þetta náttúrulega að einhverju leyti að honum sjálfum,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri.

Þriggja manna hópi er ætlað að rýna í niðurstöður skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um kostnað vegna endurgerðar bragga við Nauthólsveg í Reykjavík. Tveir fulltrúar meirihlutans og einn fulltrúi minnihlutans mynda rýnihópinn. Grétar Þór segir enga þörf á því að Dagur B. taki þátt í vinnunni. Í Morgunblaðinu í gær sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, það hins vegar „eðlilegt því hann er æðsti yfirmaður stjórnsýslunnar“.

„Ég sé ekki neina knýjandi þörf á því að hann [Dagur B.] sé í þessari rýni, enda veit ég ekki hverju það á að breyta,“ segir Grétar Þór og heldur áfram: „Þó að hann sé æðsti yfirmaður borgarinnar þá þarf hann ekki að vera með nefið ofan í öllu. Hann getur skipað einhvern annan úr sínum flokki sem fulltrúa sinn í hópnum.“ Þá segir Grétar Þór erfitt fyrir hópinn að sinna starfi sínu þegar „aðalpersóna skýrslunnar er þarna“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert