Frumbyggjatungur í fókus

Tilkomumikil jarðarför í smáþorpi í dreifbýlinu. Sinn er siður í …
Tilkomumikil jarðarför í smáþorpi í dreifbýlinu. Sinn er siður í landi hverju er sagt, eins og hér sést vel. AFP

Á vett­vangi Sam­einuðu þjóðanna verður árið 2019 til­einkað frum­byggj­um og tungu­mál­um þeirra. Einnig verður fókus sett­ur á rétt­indi um­rædds hóps í heima­lönd­um sín­um. Lengi hef­ur tíðkast á vett­vangi SÞ að til­einka hvert ár ákveðnum mál­efn­um og nýta slag­kraft at­hygl­inn­ar til að vinna þeim braut­ar­gengi.

Frum­byggj­ar eru stór­ir hóp­ar til dæm­is í Asíu, Afr­íku og lönd­um Rómönsku Am­er­íku. Einnig má nefna inúít­ana á Græn­landi, en menn­ing­ar­heim­ur þeirra er á fallanda fæti og lofts­lags­breyt­ing­ar koma inn í breyt­una.

Þekkt dæmi um frum­byggja eru sömu­leiðis frá Ástr­al­íu. Rann­sókn­ir benda til að þeir eigi á þess­um slóðum ætt­ir að rekja fimm­tíu þúsund ár aft­ur í tím­ann – og hafi verið al­ger­lega ein­angraðir þar til fyr­ir um 4.000 árum.

Menn­ing­ar­auðlegð frum­byggja og þjóðabrota þeirra felst meðal ann­ars í tungu­mál­um þeirra, sem mörg eiga í vök að verj­ast. Þegar ákveðið var árið 2016 að til­einka 2019 frum­byggj­um og mál­lýsk­um þeirra var talið að 40% af áætluðum 6.700 tungu­mál­um heims­ins væru í hættu.

Sjá um­fjöll­un um mál þetta í heild í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert