Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna verður árið 2019 tileinkað frumbyggjum og tungumálum þeirra. Einnig verður fókus settur á réttindi umrædds hóps í heimalöndum sínum. Lengi hefur tíðkast á vettvangi SÞ að tileinka hvert ár ákveðnum málefnum og nýta slagkraft athyglinnar til að vinna þeim brautargengi.
Frumbyggjar eru stórir hópar til dæmis í Asíu, Afríku og löndum Rómönsku Ameríku. Einnig má nefna inúítana á Grænlandi, en menningarheimur þeirra er á fallanda fæti og loftslagsbreytingar koma inn í breytuna.
Þekkt dæmi um frumbyggja eru sömuleiðis frá Ástralíu. Rannsóknir benda til að þeir eigi á þessum slóðum ættir að rekja fimmtíu þúsund ár aftur í tímann – og hafi verið algerlega einangraðir þar til fyrir um 4.000 árum.
Menningarauðlegð frumbyggja og þjóðabrota þeirra felst meðal annars í tungumálum þeirra, sem mörg eiga í vök að verjast. Þegar ákveðið var árið 2016 að tileinka 2019 frumbyggjum og mállýskum þeirra var talið að 40% af áætluðum 6.700 tungumálum heimsins væru í hættu.
Sjá umfjöllun um mál þetta í heild í Morgunblaðinu í dag.