„Ég hef nú oft skotið upp flugeldum en mér finnst þetta mjög góður valkostur að geta stutt við starf björgunarsveitanna og um leið stutt við skógrækt.“
Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í gær, þegar hún varð fyrst til þess að kaupa „Rótarskot“ í flugeldasölu björgunarsveitanna í gærmorgun.
Rótarskotið er hugsað sem valmöguleiki fyrir þá sem vilja styðja björgunarsveitirnar án þess að kaupa flugelda.