25 eftirskjálftar hafa mælst

Á þessu korti af vef Veðurstofunnar eru upptök skjálfans merkt …
Á þessu korti af vef Veðurstofunnar eru upptök skjálfans merkt með grænni stjörnu. Kort/Veðurstofa Íslands

Um 25 eft­ir­skjálft­ar hafa fylgt í kjöl­far snarps jarðskjálfta sem varð á Hell­is­heiði laust fyr­ir klukk­an þrjú í nótt. Að sögn veður­fræðings er ekki um óeðli­lega virkni að ræða.

„Það hafa komið í kring­um 25 eft­ir­skjálft­ar en þeir eru all­ir miklu minni. Sá stærsti var 1,8 en þessi stóri var 4,4,“ sagði veður­fræðing­ur Veður­stofu Íslands í sam­tali við mbl.is

Ekki er út­lit fyr­ir að nokk­ur hafi fundið fyr­ir eft­ir­skjálftun­um, en fjöl­marg­ir urðu hins stóra var­ir á suðvest­ur­horn­inu í nótt og bár­ust Veður­stofu nokk­ur hundruð til­kynn­ing­ar.

Að sögn veður­fræðings er um virkt jarðskjálfta­svæði að ræða.

„Þetta er virkt skjálfta­svæði sem skjálft­inn verður á. Hann verður al­veg vest­ast í suður­lands­brota­belt­inu og það er í raun­inni bara brota­belti sem kem­ur út frá Reykja­nesskag­an­um. Þetta eru fleka­skil­in sem að Ísland stend­ur á. Þess­ir skjálft­ar verða vegna sprungu­hreyf­inga á fleka­skil­un­um.

Í raun­inni er þetta eðli­leg virkni. Svona stór­ir skjálft­ar verða nátt­úr­lega ekk­ert mjög oft en það er al­veg í hverri viku sem það eru litl­ir skjálft­ar þarna þannig að þetta er virkt jarðskjálfta­svæði.“

Lög­regl­an á Suður­landi skrif­ar um skjálft­ann á face­booksíðu sinni og bend­ir á fræðslu­efni al­manna­varna um jarðskjálfta. 



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert