Flugvél WOW Air snúið skyndilega vegna veikinda

Þota frá WOW air á Keflavíkurflugvelli.
Þota frá WOW air á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugvél WOW Air á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Keflavíkur var snúið til Edinborgar á leið sinni til landsins í hádeginu eftir að farþegi veiktist. 

RÚV greindi fyrst frá.

Upplýsingafulltrúi WOW Air sagði í samtali við mbl.is að vélinni hafi verið snúið við vegna alvarlegra veikinda farþega um borð. Engar upplýsingar fengust um líðan farþegans eða hvenær áætlað væri að vélin héldi áfram til Keflavíkur.

Flugstjóri vélarinnar sendi skilaboð um almennt neyðarástand til flugumferðarstjórnar og flaug í skyndi til Edinborgar. Á flugstjórinn að hafa aukið hraða vélarinnar klukkan rúmlega hálfeitt og lækkað flugið um leið og hann beygði til að komast sem fyrst á flugvöllinn þar sem hún lenti klukkan eitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert