Páll Óskar og Laddi sæmdir fálkaorðu

Fjórtán einstaklingar hlutu heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.
Fjórtán einstaklingar hlutu heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. mbl.is/Árni Sæberg

Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður er einn fjórtán Íslendinga sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. 

Einstaklingarnir sem sæmdir voru orðunni koma úr ólíkum áttum en á listanum má meðal annars finna menntafólk, listafólk og umhverfisverndarsinna svo dæmi sé tekið.

Yfirlit yfir þá fjórtán sem hlutu heiðursmerkið má sjá hér að neðan í stafrófsröð:

1. Agnes Anna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri, Dalvík, riddarakross fyrir framlag til þróunar atvinnulífs í heimabyggð

Agnes Anna Sigurðardóttir fyrir framan Bjórböðin á Árskógsströnd.
Agnes Anna Sigurðardóttir fyrir framan Bjórböðin á Árskógsströnd. mbl.is/Hari

2. Árni Magnússon, fyrrverandi skólastjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir störf á vettvangi félags- og skólamála

Árni Magnússon, fyrrverandi skólastjóri Hlíðaskóla.
Árni Magnússon, fyrrverandi skólastjóri Hlíðaskóla. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

3. Björg Thorarensen prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir kennslu og rannsóknir á sviði lögfræði

Björg Thorarensen.
Björg Thorarensen. Ljósmynd/Skjáskot

4. Georg Lárusson forstjóri, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í opinbera þágu

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, kveður áhöfn einnar þyrlu stofnunarinnar.
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, kveður áhöfn einnar þyrlu stofnunarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

5. Guðríður Ólafs Ólafíudóttir, fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til velferðar- og mannúðarmála

Guðríður Ólafs Ólafíudóttir
Guðríður Ólafs Ólafíudóttir

6. Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur, Bretlandi, riddarakross fyrir framlag til fornleifarannsókna

Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur.
Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur. mbl.is/Halldór Kolbeins

7. Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi heilsuverndar og lýðheilsu

Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnarlæknir.
Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnarlæknir. mbl.is/Kristinn

8. Kristín Aðalsteinsdóttir, fyrrverandi prófessor, Akureyri, riddarakross fyrir störf á vettvangi menntavísinda

Kristín Aðalsteinsdóttir, t.h.
Kristín Aðalsteinsdóttir, t.h. Ljósmynd/Háskólinn á Akureyri

9. Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í opinbera þágu

Margrét Frímannsdóttir, fv. þingkona og forstöðumaður Litla Hrauns og Sogns.
Margrét Frímannsdóttir, fv. þingkona og forstöðumaður Litla Hrauns og Sogns. Þórður Arnar Þórðarson

10. Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar og jafnréttismála

Páll Óskar Hjálmtýsson var sæmdur heiðursmerkinu.
Páll Óskar Hjálmtýsson var sæmdur heiðursmerkinu.

11. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir framlag til mannréttindamála og réttindabaráttu

Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður.
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður.

12. Tómas Knútsson, vélvirkjameistari og stofnandi Bláa hersins, Sandgerði, riddarakross fyrir framlag á vettvangi umhverfisverndar

Tómas Knútsson vélvirkjameistari og stofnandi Bláa hersins.
Tómas Knútsson vélvirkjameistari og stofnandi Bláa hersins. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

13. Valdís Óskarsdóttir kvikmyndagerðarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar kvikmyndagerðar

Valdís Óskarsdóttir.
Valdís Óskarsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

14. Þórhallur Sigurðsson, leikari og tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar menningar

Þórhallur Sigurðsson, Laddi.
Þórhallur Sigurðsson, Laddi. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert