Fæðingalægð síðustu tveggja ára yfirstaðin

Fyrsta barn ársins 2019 var stúlka sem fæddist á Heilbrigðistofnun …
Fyrsta barn ársins 2019 var stúlka sem fæddist á Heilbrigðistofnun Vesturlands á Akranesi á nýársdagsmorgun. Hún er frumburður foreldra sinna, Sigríðar Hjördísar Indriðadóttur og Hannesar Björns Guðlaugssonar sem bæði eru fædd í janúar. Ljósmynd/Aðsend

Fæðingum fjölgar á landsvísu á milli ára, samkvæmt bráðabirgðatölum frá helstu sjúkrahúsum landsins.

Sjúkrahúsin sem gáfu upp tölur voru Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað, Sjúkrahúsið á Ísafirði, Landspítalinn, Sjúkrahúsið á Akureyri, Sjúkrahúsið á Akranesi og Sjúkrahúsið á Selfossi.

Börnin sem fæddust á þessum sjúkrahúsum voru samtals 3.923 í fyrra en þau voru 3.810 árið 2017. Fjölgun fæðinga er því um þrjú prósent á milli ára. Fjölgunin var hlutfallslega mest í Neskaupstað en þar fæddist 71 barn í fyrra en 55 börn árið 2017 og nam fjölgun fæðinga því 29 prósentum þar. 40 stúlkur og 31 drengur komu í heiminn í Neskaupstað, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert