Vísir að Fróðasetri í Odda

Oddi á Rangárvöllum var höfðingjasetur. Unnið er að því að …
Oddi á Rangárvöllum var höfðingjasetur. Unnið er að því að endurreisa staðinn sem menningarsetur mbl.is/Golli

„Draum­ur­inn er að við get­um kom­ist lengra í forn­leifa­rann­sókn­um og kort­lagt Odd­astað þannig að hægt verði að byggja þar upp í sam­ræmi við það,“ seg­ir Ágúst Sig­urðsson, sveit­ar­stjóri Rangárþings ytra og formaður Odda­fé­lags­ins sem vinn­ur að því að gera Odda á Rangár­völl­um að miðstöð menn­ing­ar á ný.

Fyrstu forn­leifa­rann­sókn­ir í þriggja ára áætl­un hóf­ust sl. sum­ar og fund­ust strax stór­merk­ar minj­ar, elstu mann­gerðu hell­ar sem þekkt­ir eru á Íslandi. Þá er kom­in aðstaða fyr­ir Odda­fé­lagið, vís­ir að Fróðasetri.

Forn­leifa­fund­ur­inn í sum­ar hef­ur hleypt nýju lífi í Odda­fé­lagið. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Ágúst að fund­ur­inn hafi vakið mikla at­hygli og aukið áhuga fólks á að ganga í fé­lagið og vinna með því.

Rann­sókn­in í sum­ar sem Krist­borg Þórs­dótt­ir forn­leifa­fræðing­ur stjórnaði var byrj­un­in á um­fangs­meira verki. Ágúst reikn­ar með að fyrsta verk­efni næsta sum­ars verði að rann­saka hell­inn sem fannst sl. sum­ar. Von­ast Ágúst til þess að styrk­ir fá­ist úr Forn­minja­sjóði til rann­sókna og kort­lagn­ing­ar minja næstu árin.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert