218 andmæla veggjöldum og fer fjölgandi

Mikill meirihluti þeirra sem hafa sent umhverfis- og samgöngunefnd umsagnir …
Mikill meirihluti þeirra sem hafa sent umhverfis- og samgöngunefnd umsagnir vegna fyrirhugaðra veggjalda segist mótfallinn slíkri gjaldtöku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hafa borist 239 umsagnir frá almennum borgurum vegna fyrirhugaðs frumvarps um innheimtu veggjalda og í 218 þeirra er hugmyndum um veggjöld andmælt, sem samsvarar 91%.

Aðeins 18 erindi hafa borist frá einstaklingum sem styðja innheimtu veggjalda, eða 8%. Þrjú erindi óska eftir frekari upplýsingum eða stinga upp á öðrum útfærslum á gjaldtöku.

Í pistli í Morgunblaðinu í dag skorar Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, á almenning að taka þátt í ákvarðanatöku um veggjöld með því að senda umsögn til samgöngunefndar í gegnum vefinn Veggjöld, sem hann segir 800 einstaklinga hafa notað til þessa.

Að svo stöddu hafa aðeins verið 239 erindi vegna málsins frá almenningi hlotið afgreiðslu og eru birt á vef Alþingis, en þeim hefur í dag fjölgað um nokkra tugi.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert