Ábyrgð á heilsu með eigin atorku

Misjafnt er hvað hverjum og einum hentar þegar kemur að …
Misjafnt er hvað hverjum og einum hentar þegar kemur að því að stunda útivist og hreyfingu. Sumir vilja hjóla en aðrir kjósa að hlaupa. mbl.is/Ómar Óskarsson

Á nýju ári er algengt að fólk setji sér markmið og oft tengjast þessi markmið heilsu og líðan – þ.e. áætlun um að bæta heilsu sína. Regluleg hreyfing er einn af mikilvægustu áhrifaþáttum heilbrigðis og með því að stunda hreyfingu sem hentar er bæði hægt að koma draga úr líkum á vissum sjúkdómum. Einnig er hægt að stemma stigu við áframhaldandi þróun sjúkdóma eða sjúkdómseinkenna.

Talað hefur verið um faraldur lífsstílssjúkdóma á Vesturlöndum en slíkir sjúkdómar valda nú þegar 86% allra dauðsfalla í Evrópu.

Hreyfingarleysi er einmitt einn af áhættuþáttum algengra sjúkdóma. Því er hreyfingin nauðsynleg sem meðferð eða hluti meðferðar við þessum sjúkdómum. Þróaðar hafa verið ýmsar aðferðir til að beita hreyfingu sem meðferð hjá þeim sem á því þurfa að halda. Er hreyfiseðillinn eitt af þeim meðferðarúrræðum sem heilbrigðisstarfsmenn nota til að meðhöndla hina ýmsu sjúkdóma.

Frá því um áramótin 2016-2017 hefur hreyfiseðill verið í boði á öllum heilbrigðisstofnunum landsins og á nánast öllum heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu.

Sjá umfjöllun um heilsuráð Auðar Ólafsdóttur í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert