Lögreglu bárust 285 leitarbeiðnir vegna týndra barna í fyrra. Árið þar á undan voru leitarbeiðnirnar 249 og árið 2016 voru þær 190.
Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að yngri hópur krakka en áður sé farinn að sprauta sig með eiturlyfjum, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.
Þar segir að í fyrra hafi borist 285 leitarbeiðnir vegna týndra barna í fyrra og að 18 sinnum var ekki pláss fyrir börn sem leitað var að í neyðarvistun Stuðla.