Fleiri útköll þyrlna en áður

TF-GNA verður skilað í þessari viku.
TF-GNA verður skilað í þessari viku. mbl.is/Árni Sæberg

Áhafn­ir björg­un­arþyrlna og eft­ir­lits- og björg­un­ar­flug­vél­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar sinntu 278 út­köll­um á síðasta ári. Er það metár. Alls voru 180 sjúk­ir og slasaðir flutt­ir, þar af helm­ing­ur er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar sem er hærra hlut­fall en verið hef­ur und­an­far­in ár.

Á næstu vik­um og mánuðum fær Land­helg­is­gæsl­an nýrri leiguþyrl­ur til notk­un­ar næstu árin og áformað er að bjóða út kaup á nýj­um þyrl­um sem Gæsl­an mun eiga, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þessi í Morg­un­blaðinu í dag.

Stöðug aukn­ing hef­ur verið í út­köll­um loft­fara Land­helg­is­gæsl­unn­ar á und­an­förn­um árum. Þau 278 út­köll sem áhafn­ir þeirra sinntu á síðasta ári eru 8% fleiri en árið á und­an og áður hafa ekki komið jafn mörg út­köll á einu ári. Það sýn­ir þró­un­ina vel að á ár­inu 2011 voru út­köll­in 160 og hafa því auk­ist um 74% á sjö árum. Flutt­ir voru 180 sjúk­ir eða slasaðir í þess­um út­köll­um. Þar af voru 90 er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar, jafn­marg­ir og Íslend­ing­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert