„Í dáleiðslu getur fólk slakað á og leyft sér að líða betur. Þetta er frábært tækifæri til að lina alls konar þjáningar og öðlast bókstaflega betra líf,“ segir Jón Víðis Jakobsson, formaður Félags dáleiðslutækna.
Á morgun, 4. janúar, er alþjóðlegi dáleiðsludagurinn og af því tilefni láta Íslendingar í faginu til sín taka. Dáleiðslutæknar verða með opið hús milli klukkan 17 og 19 á Stórhöfða 15 í Reykjavík. Þar verður fræðsla um dáleiðslu og hvað raunverulega felst í henni. Einnig verða helstu meðferðarkostir kynntir og þeir sem vilja kynnast málinu betur geta reynt hópdáleiðslu.
Jón Víðis nam dáleiðslu fyrir átta árum og reyndi ágæti hennar strax á sjálfum sér. „Ég var á þessum tíma að berjast við aukakílóin og að ég borðaði alltof mikið, svo sem skyndibitamat. Ég fór í dáleiðslutíma til að vinna á matarlöngun og vissi í upphafi ekkert hver árangurinn yrði,“ segir Jón Víðis.
Sjá viðtal við Jón víðis í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.