Nákvæmlega það sem á ekki að gerast

Eldurinn í fjölbýlishúsinu í Eddufelli 8 kviknaði á fyrstu hæð …
Eldurinn í fjölbýlishúsinu í Eddufelli 8 kviknaði á fyrstu hæð hússins og breiddist svo út á aðrar hæðir. mbl.is/Árni Sæberg

„Við lítum alvarlegum augum á mál sem þessi, þ.e. bruna í klæðningum, alveg sérstaklega vegna Grenfell-eldsvoðans. Þess vegna erum við mjög mikið með augun á svona málum,“ segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, í samtali við Morgunblaðið um bruna sem varð í klæðningu fjölbýlishúss í Eddufelli 8 í Breiðholti að kvöldi nýársdags.

Áðurnefndur Grenfell-eldsvoði átti sér stað í hittifyrra í fjölmennri íbúðablokk í V-London og af hlaust 72 manna bani. Klæðning hússins var talin eiga stóran þátt í því að háhýsið varð alelda.

„Aðalástæðan fyrir því að við erum uggandi yfir brennanlegum klæðningum er að við viljum alls ekki að eldurinn geti farið út um glugga á einni hæð og síðan vaxið, farið upp bygginguna og inn um glugga á annarri hæð,“ segir Björn. Eins og fram kom í Morgunblaðinu kviknaði eldurinn í Eddufelli á fyrstu hæð hússins og breiddist svo út á aðrar hæðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert