Dans og spil í hávegum

Gullkistan. Frá vinstri: Óttar Felix Hauksson, Ásgeir Óskarsson, Gunnar Þórðarson …
Gullkistan. Frá vinstri: Óttar Felix Hauksson, Ásgeir Óskarsson, Gunnar Þórðarson og Jón Ólafsson. Ljósmynd/Jóhann Ísberg

Þrettándagleði Kringlukrárinnar í Reykjavík verður í kvöld og fer nú fram í 25. sinn. Hljómsveitin Gullkistan leikur fyrir dansi og söngvarinn Ingólfur Þórarinsson verður sérstakur heiðursgestur en hátíðin stendur yfir frá klukkan 23 til klukkan tvö eftir miðnætti og verður ekki endurtekin.

Í Gullkistunni eru tónlistarmennirnir Gunnar Þórðarson, Jón Ólafsson, Ásgeir Óskarsson og Óttar Felix Hauksson. „Við erum svona til spari, komum fram á nokkrum bæjarhátíðum á hverju ári, höfum spilað á skötuveislu suður í Garði og verðum nú á þrettándagleðinni á Kringlukránni sem Gullkistan í áttunda sinn,“ segir Óttar Felix, sem heldur utan um bandið og sér um að allt gangi snurðulaust fyrir sig.

„Það var kátt hérna um laugardagskvöldið á Gili, það kvað við öll sveitin af dansi og spili“ er byrjunin á Laugardagskvöldi Magnúsar Ásgeirssonar. Á árum áður fór fólk gjarnan á ball um helgar en dansleikjum hefur fækkað til muna á höfuðborgarsvæðinu eftir að bjórinn var leyfður fyrir um 30 árum. Krár tóku við af hefðbundnum skemmtistöðum eins og til dæmis Röðli, Þórskaffi, Glaumbæ, Klúbbnum og Sigtúni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert