Von á miklum önnum á Alþingi

Til að byrja með verða samgöngumálin stærsta viðfangsefni Alþingis.
Til að byrja með verða samgöngumálin stærsta viðfangsefni Alþingis. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fundum Alþingis var um miðjan desember síðastliðinn frestað til 21. janúar. Morgunblaðið setti sig í samband við formenn allra þingflokka og spurði þá út í komandi vorþing.

Af svörum þeirra að dæma má búast við því að næstu vikur og mánuðir verði annasamir innan veggja Alþingis enda fjölmörg mál, sum bæði stór og umdeild, sem bíða afgreiðslu.

„Það má eflaust reikna með einhverjum átökum. Það er þó ekki endilega fyrirséð á þessari stundu hvaða mál það eru sem helst eiga eftir að valda ágreiningi,“ segir Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í umfjöllun um komandi þingstörf í Morgunblaðinu í dag. Bendir hann á að sagan hefur sýnt að oft eru það hin ólíklegustu mál sem fara á mikið flug við þinglega meðferð.

„Til að byrja með verða samgöngumálin stærsta viðfangsefni okkar í þinginu. Fyrir jól var lagt upp með ákveðna vinnu í þeim málum og er umhverfis- og samgöngunefnd þegar farin að funda til að fylgja þeirri vinnu eftir. Það verður áfram fundað í nefndinni til að búa í haginn áður en þingið kemur saman aftur,“ segir Birgir og bætir við að annars vegar sé um að ræða samgönguáætlun og hins vegar hugmyndir um upptöku veggjalda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert