Breytingar á leið 14 hjá Strætó

Leið 14 hefur ekið fram hjá bæði Landspítala og HÍ …
Leið 14 hefur ekið fram hjá bæði Landspítala og HÍ en með breytingum sem tóku gildi í dag ekur vagninn um Hverfisgötu á leið sinni út á Granda. mbl.is/Eggert

Í dag tóku í gildi breyt­ing­ar á akst­urs­leið 14 hjá Strætó. Breyt­ing­in fellst í því að leið 14 ekur nú ekki leng­ur um Lækj­ar­götu, Hring­braut og Snorra­braut til og frá Hlemmi, held­ur um Hverf­is­götu. Þetta er gert þar sem vagn­ar á leið 14 hafa átt í mikl­um vand­ræðum með að halda áætl­un á há­anna­tím­um.

Þó nokkr­ir not­end­ur leiðar 14 hafa furðað sig á þess­um breyt­ing­um í umræðum um þær í hverf­is­hóp­um Langs­holts- og Laug­ar­nes­hverfa á Face­book í dag. Helst gæt­ir óánægju með það að í kjöl­far breyt­inga aki leið 14 ekki leng­ur beint úr þeirra hverf­um og að Land­spít­ala og Há­skóla Íslands, held­ur þurfi farþegar nú að skipta um vagn til að kom­ast leiðar sinn­ar á þessa staði.

Þetta er óskilj­an­leg breyt­ing. Vagn­inn er alltaf full­ur af skóla­fólki á morgn­ana,“ skrif­ar einn not­andi, sem seg­ist alltaf taka vagn­inn á Land­spít­ala. Aðrir segj­ast skilja breyt­ing­una, enda hafi vagn­inn sjald­an náð að halda tíma­áætl­un, með til­heyr­andi óhagræði.

Í minn­is­blaði Strætó um breyt­ing­una á leið 14 frá því októ­ber seg­ir að þörf hafi verið á að stytta leiðina „til að koma í veg fyr­ir að leiðin sé alltaf tölu­vert mikið of sein seinnipart dags með til­heyr­andi óþæg­ind­um fyr­ir farþega“.

„Aldrei nema ör­fá­ar mín­út­ur í næsta vagn“

Þar seg­ir einnig að með breyt­ing­unni þurfi ein­hverj­ir farþegar að skipta um vagn til þess að kom­ast á áfangastað, miðað við fyrri akst­urs­leið leiðar 14.

„Sem dæmi gæti farþegi sem ætl­ar frá Aust­ur­brún að Land­spít­al­an­um skipt yfir í leiðir 15 eða 5 á Lauga­vegi, ef hann ætlaði að HÍ gæti hann t.d. skipt yfir í leiðir 1, 3, 6 eða 12 á Hlemmi. Leiðir 1 og 6 aka á 10 mín. tíðni á anna­tíma og hinar á 15 mín. tíðni, því er aldrei nema ör­fá­ar mín­út­ur í næsta vagna á anna­tíma,“ seg­ir í minn­is­blaðinu.

Kort/​Strætó

„Á móti myndu tíma­setn­ing­ar leiðar 14 verða ná­kvæm­ari og minni seinkan­ir sem ætti að hafa já­kvæðar af­leiðing­ar í för með sér fyr­ir farþega,“ seg­ir þó einnig í minn­is­blaðinu um breyt­ing­una, en þar kem­ur einnig fram að sparnaður Strætó vegna þess­ar­ar aðgerðar hafi verið met­inn um 40 millj­ón­ir króna á árs­grund­velli.

Í dag tóku einnig gildi breyt­ing­ar á tíma­töfl­um leiða 28 og 75. Tíma­töflu leiðar 28 er breytt til að tryggja betri teng­ing­ar við Hamra­borg og í þeirri von að tíma­jöfn­un minnki í Dalaþingi en tíma­töflu leiðar 75 er breytt til að hún passi bet­ur við tóm­stundaiðkun ung­menna í Árborg.

Einhverjir notendur hafa lýst yfir óánægju með breytinguna.
Ein­hverj­ir not­end­ur hafa lýst yfir óánægju með breyt­ing­una. mbl.is/​Valli
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert