Stöðug aukning í sjúkraflugi

Leifur segir að dæmi séu um að Mýflug sinni sex …
Leifur segir að dæmi séu um að Mýflug sinni sex eða sjö sjúkraflutningum á dag. mbl.is/RAX

Sjúkra­flug­vél­ar Mý­flugs fóru í 806 út­köll á síðasta ári og fluttu alls 882 sjúk­linga. Þetta er aukn­ing fá ár­inu 2017 en þá voru sjúkra­flug­in 796. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Mý­flugi.

Árið 2016 voru sjúkra­flug fé­lags­ins 670 og árið 2015 flaug Mý­flug 599 flug. Stöðugur vöxt­ur hef­ur verið í fjölda sjúkra­fluga eins og töl­urn­ar sýna og er nú svo komið að þörf er á að hafa tvær sjúkra­flug­vél­ar til taks til að anna eft­ir­spurn­inni.

„Við erum bún­ir að vera með tvær vél­ar til taks alltaf, síðasta árið,“ seg­ir Leif­ur Hall­gríms­son fram­kvæmda­stjóri Mý­flugs í sam­tali við mbl.is, en í hverju sjúkra­flugi er sjúkra­flutn­ingamaður frá Slökkviliði Ak­ur­eyr­ar og sér­hæfður lækn­ir frá Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri er einnig með í för þegar um er að ræða al­var­lega veika sjúk­linga eða sjúk­linga sem lent hafa í slys­um.

Leif­ur seg­ir að dæmi séu um að Mý­flug sinni sex eða sjö sjúkra­flutn­ing­um á dag. Í ein­staka til­fell­um kem­ur fyr­ir að sjúk­ling­ar þurfi að bíða aðeins, „en sem bet­ur fer hef­ur ekki verið mjög mikið um það“ að sögn Leifs.



mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert