Enn án vottunar

Nokkur ráðuneyti hafa hlotið jafnlaunavottun.
Nokkur ráðuneyti hafa hlotið jafnlaunavottun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórnarráðið hefur ekki hlotið jafnlaunavottun þrátt fyrir að því hafi verið gert skylt að uppfylla skilyrði vottunarinnar fyrir árslok 2018. Fimm af tíu ráðuneytum eru enn án jafnlaunavottunar.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, segir ólíklegt að Stjórnarráðið verði beitt dagsektum enda séu þær neyðarúrræði. Einungis 42 fyrirtæki hafa hlotið jafnlaunavottun hingað til en 1.180 atvinnurekendur þurfa að öðlast vottunina.

„Ég geri ráð fyrir að þetta komi inn af meiri þunga á þessu ári,“ segir Katrín í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert