Innkalla kjúkling vegna salmonellu

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Ljósmynd/Reykjagarður

Í reglubundnu eftirliti með salmonellu í kjúklingaslátrun Reykjagarðs hf. kom upp grunur um að salmonella hafi greinst í einum kjúklingahópi. Dreifing á afurðum hefur í kjölfarið verið stöðvuð og innköllun afurða hafin. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Reykjagarði.

Um er að ræða kjúkling með rekjanleikanúmerinu 005-18-48-3-01 seldan undir vörumerki Holta og Kjörfugls.

Neytendur sem hafa keypt kjúkling með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir um að skila vörunni í viðkomandi verslun eða beint til Reykjagarðs að Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.

Ekki liggur fyrir grunur um að aðrar afurðir hjá Reykjagarði séu mengaðar af salmonellu, segir einnig í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert