Mikil törn framundan í kjaraviðræðum

Samningar meirihluta launþega í félögum innan ASÍ eru lausir frá …
Samningar meirihluta launþega í félögum innan ASÍ eru lausir frá áramótum. Ný forysta verkalýðsfélaga hefur boðað harða kjarabaráttu. mbl.is/​Hari

Hátt í tutt­ugu fund­ir eru á dag­skrá í vik­unni í kjaraviðræðum. For­ystu­menn verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins binda von­ir við að lín­ur taki að skýr­ast í vik­unni. Meðal ann­ars verður fundað í deilu VR, Efl­ing­ar og Verka­lýðsfé­lags Akra­ness við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hjá rík­is­sátta­semj­ara á miðviku­dag.

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, segja SA þurfa að svara því á fund­in­um hvort samn­ing­arn­ir gildi frá ára­mót­um.

„Ef þeir hafna kröf­unni um að samn­ing­ar gildi frá 1. janú­ar eða segja að ekk­ert sé til skipt­anna eins og hef­ur komið fram í máli Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og tengdra aðila, s.s. Viðskiptaráðs, þá seg­ir það sig sjálft að deil­an end­ar í dómi fé­lags­manna,“ seg­ir Ragn­ar Þór.

„Það er fé­lags­manna að ákveða á end­an­um hvort við för­um í hart eða ekki,“ seg­ir Ragn­ar en hann kveðst þó bjart­sýnn á að lend­ing ná­ist í kjaraviðræðum. „Við finn­um að okk­ar baklandi er mis­boðið vegna verðtrygg­ing­ar, vaxta­mála, hús­næðismála og hvernig efsta lagið hef­ur skammtað sér laun,“ seg­ir Ragn­ar og bæt­ir við að SA hafi ekki gefið verka­lýðshreyf­ing­unni svör um hversu mikið sé til skipt­anna við gerð nýrra kjara­samn­inga.

Ef viðræður sigla á enda­stöð þrátt fyr­ir sáttamiðlun rík­is­sátta­semj­ara get­ur at­b­urðarás­in orðið hröð og aðdrag­andi að átök­um stutt­ur. Stétt­ar­fé­lög­in hafa þó ekki frítt spil held­ur verða að upp­fylla fjöl­mörg skil­yrði vinnu­lög­gjaf­ar­inn­ar ef boða á til vinnu­stöðvun­ar og það verður ekki gert nema hún hafi verið samþykkt í leyni­legri at­kvæðagreiðslu meðal fé­lags­manna.

Auk fund­ar­ins hjá rík­is­sátta­semj­ara á miðviku­dag eru á dag­skrá fyrri hluta vik­unn­ar fund­ir Sam­taka at­vinnu­lífs­ins með samn­inga­nefnd iðnaðarmanna og seinni hluta vik­unn­ar fund­ir samn­inga­nefnd­ar Starfs­greina­sam­bands­ins með SA. Þá eru fund­ir vinnu­hópa iðnaðarmanna, SGS og Lands­sam­bands versl­un­ar­manna dreifðir yfir vik­una.

„Ég bind von­ir við að lín­ur skýrist fyr­ir viku­lok og næsta vika geti farið í úr­vinnslu,“ seg­ir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA, í um­fjöll­un um samn­inga­mál­in í Morg­un­blaðinu í dag.

Vil­hjálm­ur Birg­is­son seg­ir erfiðan kjara­vet­ur í vænd­um sé svig­rúm til kjara­hækk­ana ekki meira en 1,9%.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert