Yfirfullar grenndarstöðvar

Nú þegar mikil neysluhátíð er afstaðin flæðir víða upp úr ruslatunnum. Starfsmenn sveitarfélaga vinna nú að því að safna rusli eftir jól og áramót. Víða eru grenndarstöðvar orðnar yfirfullar og rusl tekið að safnast upp við hlið þeirra.

mbl.is fór á stúfana í morgun og kíkti á nokkrar grenndarstöðvar í borginni en flestar voru þær fullar af rusli og hrúgur byrjaðar að myndast við hlið gámanna. Sveitarfélögin hirða flest flugeldarusl af opnum svæðum en ekki er farið inn á einkalóðir til að tína upp eftir hátíðarhöldin. 

Í Árbænum á mikið af ruslinu, sem hefur hlaðist upp …
Í Árbænum á mikið af ruslinu, sem hefur hlaðist upp við grenndarstöðina, ekkert skylt við hátíðarhald síðustu vikna. mbl.is/Hallur Már
Flestir gámar Sorpu eru yfirfullir af rusli þessa dagana.
Flestir gámar Sorpu eru yfirfullir af rusli þessa dagana. mbl.is/Hallur Már
Fólk er beðið um að setja flugeldarusl í blandaðan úrgang …
Fólk er beðið um að setja flugeldarusl í blandaðan úrgang á endurvinnslustöðvum. mbl.is/Hallur Már
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert