Bréfum fækkaði um 29% í desember

Jólakortum fækkar milli ára.
Jólakortum fækkar milli ára. mbl.is/Árni Sæberg

Sendingum á 50 gramma bréfum og minna fækkaði um 29% milli ára þegar horft er til desember, að því er segir í skriflegu svari Íslandspósts við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Þrátt fyrir fækkunina var eitthvað um að jólakort landsmanna bærust seint, eða milli jóla og nýárs. Íslandspóstur auglýsti í desember að jólakortin þyrftu að berast póstinum fyrir 17. desember til þess að þau myndu skila sér fyrir jól, en sum jólakort sem voru send fyrir þann tíma skiluðu sér samt seint.

„Allt kapp er að sjálfsögðu lagt á að koma jólakortum til skila fyrir jól en því miður getur það alltaf gerst að einhver bréf skili sér á milli jóla og nýárs,“ segir í svarinu, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert