Fjaðrárgljúfri lokað

Fjaðrárgljúfur.
Fjaðrárgljúfur. Ljósmynd/Gísli Sigurðsson

Um­hverf­is­stofn­un hef­ur frá og með morg­un­deg­in­um ákveðið að loka Fjaðrár­gljúfri vegna tíðarfars og ágangs ferðamanna. Frá þessu er greint á vefsíðu Um­hverf­is­stofn­un­ar.

Þar seg­ir að mikið álag sé á svæðinu við Fjaðrár­gljúf­ur og hætta á um­tals­verðum skemmd­um á gróðri meðfram göngu­stíg­um vegna ágangs ferðamanna. 

Göngu­stíg­ur ligg­ur und­ir skemmd­um og er ill­fær vegna aur­bleytu og leðju en það ger­ir það að verk­um að gest­ir ganga utan við göngu­stíg­inn. Gróður er í dvala á þess­um árs­tíma og svæðið sér­stak­lega viðkvæmt fyr­ir átroðningi. Það skemm­ist hratt með ágangi utan göngu­stígs auk þess sem nýir villu­stíg­ar verða til.

Mik­ill fjöldi ferðamanna heim­sæk­ir svæðið á degi hverj­um og er álag á göngu­stíg og um­hverfi hans gríðarlegt. Í sum­ar var lokið við end­ur­gerð og upp­bygg­ingu á hluta göngu­stíg­ar­ins og er sá hluti í góðu ásig­komu­lagi. Búið er að hanna nýj­an göngu­stíg meðfram öllu gljúfr­inu sem mun þola um­hleyp­inga eins og hafa verið und­an­farn­ar vik­ur. Stefnt er á að hefja þær fram­kvæmd­ir við fyrsta tæki­færi,“ seg­ir á vefsíðu Um­hverf­is­stofn­un­ar.

Þar seg­ir enn frem­ur að stefnt sé að því að end­ur­skoða lok­un­ina eigi síðar en inn­an tveggja vikna eða ef ástand breyt­ist fyr­ir þann tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert