Hafnaði kröfu Landverndar

Landvernd taldi að form- og efnisannmarkar hefðu verið á málsmeðferðinni …
Landvernd taldi að form- og efnisannmarkar hefðu verið á málsmeðferðinni vegna útgáfu starfsleyfis PCC á Bakka. Því var hafnað. Ljósmynd/PCC BakkiSilicon

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) hafnaði kröfu Landverndar um ógildingu á ákvörðun Umhverfisstofnunar (UST) frá 8. nóvember 2017 um að veita starfsleyfi fyrir rekstri kísilmálmverksmiðju PCC, með allt að 66.000 tonna ársframleiðslu af hrákísli, á iðnaðarsvæðinu á Bakka í Norðurþingi.

ÚUA tók kæru Landverndar fyrir 20. desember 2018 og kvað upp úrskurðinn. „Úrskurðarnefndin hefur lokaúrskurðarvald á Íslandi. Það er lítið annað sem við getum gert,“ sagði Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, um lyktir málsins.

Hún segir í Morgunblaðinu í dag að Landvernd þætti það alvarlegt að íslensk yfirvöld væru tilbúin að auka losun gróðurhúsalofttegunda jafn mikið og yrði hjá PCC á Bakka. Auður sagði að fleiri leiðir yrðu vissulega skoðaðar en dómstólaleiðin væri að öllum líkindum lokuð Landvernd. Hún sagði að þau væru að vinna í því, á grundvelli Árósasamningsins, að dómstólaleiðin yrði opin umhverfisverndarsamtökum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert