Framundan er margra ára kostnaðarsamt hreinsunarstarf á stóru svæði í Sellafield í Englandi en endurvinnslu á kjarnorkuúrgangi hefur verið hætt í THORP-stöðinni þar.
Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins, segir að eftir sitji mikið af úrgangi sem flokkist sem geislavirkur; byggingarhlutar, búnaður, tæki og jarðvegur mengaður af geislavirkum efnum.
Starfsemin í Sellafield hefur lengi verið umdeild. Hávær mótmæli risu, meðal annars hjá íslenskum ráðamönnum, í kjölfar þess að leki á hágeislavirkum vökva kom í ljós þar í maí 2005 og var stöðinni lokað í tæp tvö ár. Ekki er lengur talið fjárhagslega hagkvæmt að endurvinna brennsluefni kjarnaofna þar sem ekki er skortur á úrani í heiminum, að því er fram kemur í umfjöllun um Sellafield-stöðina í Morgunblaðinu í dag.