Sigríður Sæunn Sigurðardóttir er í doktorsnámi í málvísindum við Yale-háskóla í Bandaríkjunum, en eitt helsta áhugamál hennar er að fylgjast með Andrési Önd og Jóakim frænda í Andrésblöðunum.
„Fólk verður oft frekar hissa þegar það spyr hvað ég geri í frístundum og ég svara að ég safni Andrésblöðum,“ segir hún. Foreldrar Sigríðar komu henni á bragðið í æsku. „Þeir keyptu fyrsta blaðið fyrir mig áður en ég byrjaði að lesa,“ segir hún. „Það átti að vera hvatning fyrir mig til þess að byrja að lesa og hún heppnaðist.“
Sigríður bætir við að Andrésblöðin hafi verið í miklu uppáhaldi í fjölskyldunni, pabbi hennar hafi verið mikill aðdáandi og bræður hennar hafi verið áskrifendur. Samt hafi tekið tíma að fylgja þeim eftir. „Ég skildi ekki um hvað sögurnar snerust en þegar ég fór að skoða myndirnar og stauta mig fram úr textanum féll ég smátt og smátt fyrir efninu.“
Sjá viðtal við Sigríði Sæunni í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.