Ætti að snúa sér að skáldsagnaritun

Í pistli á vefsíðu sinni segir Björn lýsinguna á nýju …
Í pistli á vefsíðu sinni segir Björn lýsinguna á nýju félagssviði Eflingar í raun lýsingu á Sósíalistaflokki Gunnars Smára. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Þetta er eins og hugsmíð í einhverja skáldsögu eða ævintýri,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastóri Eflingar, um skrif Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, þess efnis að nýju félagssviði Eflingar sé stjórnað af Gunnari Smára Egilssyni, stofnanda Sósíalistaflokksins.

Í pistli á vefsíðu sinni segir Björn lýsinguna á hinu nýja félagssviði í raun lýsingu á Sósíalistaflokki Gunnars Smára og að með því að beina fjármunum Eflingar til sviðsins opnist leið til að standa straum af kostnaði við flokkspólitíska starfsemi.

Hlutverk nýs félagssviðs Eflingar er fyrst og fremst að blása nýju lífi í herskáa stéttabaráttu með virkri þátttöku félagsmanna, að því er kom fram í tilkynningu sem Efling sendi frá sér. 

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Eflingu.
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Eflingu.

„Ég held að Björn ætti að snúa sér að einhvers konar skáldsagnaritun,“ segir Viðar og segir skrif hans rógburgð sem eigi sér enga stoð í raunveruleikanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert