Greina þarf frekari úrræði

Embætti landlæknis gerði hlutaúttekt á stöðu bráðamóttöku Landspítala og tveggja …
Embætti landlæknis gerði hlutaúttekt á stöðu bráðamóttöku Landspítala og tveggja legudeilda. mbl.is/Árni Sæberg

Opn­un hjúkr­un­ar­heim­il­is á Seltjarn­ar­nesi í næsta mánuði og sjúkra­hót­els Land­spít­al­ans 1. apríl mun létta álagið á Land­spít­al­an­um og sér­stak­lega bráðamót­töku hans.

Í skýrslu um út­tekt land­læknisembætt­is­ins um al­var­lega stöðu deild­ar­inn­ar er heil­brigðisráðherra bent á að greina frek­ar áhrif af þessu tvennu og meta hvort grípa þurfi til frek­ari úrræða, eins og að koma upp fleiri rým­um.

Í skýrsl­unni er fjöldi ábend­inga til stjórn­valda og Land­spít­al­ans (LSH). Meðal ann­ars er lagt til að Land­spít­al­inn skoði inn­an skamms tíma áhrif flutn­ings Hjarta­gátt­ar á gæði þjón­ustu og starf­semi bráðamót­töku og end­ur­meti ákvörðun ef svo ber und­ir. Páll Matth­ías­son, for­stjóri LSH, seg­ir að fylgst sé náið með ár­angri flutn­ings hjarta­gátt­ar á bráðamót­töku. Fyrstu töl­ur bendi til þess að þessi aðgerð hafi heppn­ast vel og ör­yggi hjarta­sjúk­linga sé tryggt. Á sama tíma hafi verið byggð upp öfl­ug dag­deild sem þjóni hjarta­sjúk­ling­um bet­ur og unnið á biðlist­um í hjartaþræðing­um og öðrum hjartaaðgerðum.

Ástæðan fyr­ir flutn­ingi hjarta­gátt­ar nú var skort­ur á sér­hæfðum hjúkr­un­ar­fræðing­um. Í um­fjöll­un um mál þessi í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Páll að vissu­lega hafi álag á bráðamót­töku auk­ist en verk­efnið fari vel með ann­arri bráðastarf­semi. Ein­vala lið starfs­fólks þar leysi verk­efni sín frá­bær­lega.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert