Kynna íbúðabyggð á Lyngásnum

Horft til norðurs. Fyrirhuguð íbúðabyggð er fyrir miðju myndarinnar, suður …
Horft til norðurs. Fyrirhuguð íbúðabyggð er fyrir miðju myndarinnar, suður af Sjálandshverfi. Teikning/Batteríð arkitektar

Skipu­lags­yf­ir­völd í Garðabæ hafa kynnt til­lögu að deili­skipu­lagi nýrr­ar íbúðabyggðar á Lyngási. Hug­mynd­ir eru um nokk­ur hundruð íbúðir á reitn­um.

Kynn­ing­ar­fund­ur um upp­bygg­ing­una fer fram í Flata­skóla klukk­an 17.15 í dag, miðviku­dag.

Í um­fjöll­un um áform þessi í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Gunn­ar Ein­ars­son, bæj­ar­stjóri Garðabæj­ar, um forkynn­ingu að ræða. Frest­ur til að senda ábend­ing­ar sé til 28. janú­ar. Þar sem um forkynn­ingu sé að ræða verði at­huga­semd­um ekki svarað form­lega. Eft­ir úr­vinnslu ábend­inga frá íbú­um verði aug­lýst nýtt deili­skipu­lag og þá fari at­huga­semd­ir og svör við þeim í form­leg­an far­veg. Raun­hæft sé að því ferli ljúki í byrj­un sum­ars. Að því loknu verði farið í loka­hönn­un svæðis­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert