Marijúana tvöfaldaðist

Lagt var hald á tæp 5 kíló af amfetamíni en …
Lagt var hald á tæp 5 kíló af amfetamíni en 14 kg árið áður. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Lög­regl­an lagði hald á tvö­falt meira magn af marijú­ana á nýliðnu ári en árið á und­an, eða tæp­lega 72 kíló. Er það meira en lagt hef­ur verið hald á á einu ári síðustu árin.

Mest mun­ar um mikla fram­leiðslu í einu máli þar sem lagt var hald á yfir 17 kíló af efn­inu. Kem­ur þetta fram í bráðabirgðatöl­um Rík­is­lög­reglu­stjóra um af­brot á ár­inu 2018.

Ef litið er til annarra fíkni­efna má sjá að tölu­verðar sveifl­ur eru á milli ára. Þannig minnkaði veru­lega það magn af hassi sem hald var lagt á sem og am­feta­mín, þessi efni helm­inguðust á milli ára. Þá minnkaði það kókaín sem lagt var hald á, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um skýrsl­una í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert