Lögreglan lagði hald á tvöfalt meira magn af marijúana á nýliðnu ári en árið á undan, eða tæplega 72 kíló. Er það meira en lagt hefur verið hald á á einu ári síðustu árin.
Mest munar um mikla framleiðslu í einu máli þar sem lagt var hald á yfir 17 kíló af efninu. Kemur þetta fram í bráðabirgðatölum Ríkislögreglustjóra um afbrot á árinu 2018.
Ef litið er til annarra fíkniefna má sjá að töluverðar sveiflur eru á milli ára. Þannig minnkaði verulega það magn af hassi sem hald var lagt á sem og amfetamín, þessi efni helminguðust á milli ára. Þá minnkaði það kókaín sem lagt var hald á, að því er fram kemur í umfjöllun um skýrsluna í Morgunblaðinu í dag.