Ólafur Jóhann nefndur

Ólafur Jóhann Ólafsson.
Ólafur Jóhann Ólafsson.

Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son, fyrr­ver­andi aðstoðarfor­stjóri Time Warner-fjöl­miðlasam­steyp­unn­ar, er einn þeirra fjög­urra stjórn­enda sem talið er að geti komið til greina sem næsti for­stjóri CBS-sjón­varps­ris­ans banda­ríska og til að vinna að sam­ein­ingu við Viacom, fjöl­miðla- og kvik­mynda­sam­steyp­una.

Kem­ur þetta fram á viðskipt­asíðum New York Post. Millj­arðamær­ing­ur­inn Sumner Red­stone á ráðandi hlut í báðum fyr­ir­tækj­un­um, CBS og Viacom, í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag sitt. Sam­komu­lag var gert í sept­em­ber um að fyr­ir­tæk­in yrðu ekki sam­einuð í tvö ár. Vegna breyt­inga á stjórn CBS er talið að aðstæður kunni að vera breytt­ar.

Meðal ann­ars þurfti for­stjóri CBS, Les Moon­ves, að segja af sér vegna ásak­ana um kyn­ferðis­lega áreitni gagn­vart kon­um, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert