Rúmlega 150 manns mættu á fund Vegagerðarinnar sem var haldinn á Reykhólum þar sem rætt var um vegaframkvæmdir um Gufudalssveit.
Vegagerðin segir að hin svokallaða Þ-H-leið um Teigsskóg sé besti kosturinn. Niðurstöður valkostagreiningar verkfræðistofu á Vestfjarðavegi um Reykhólahrepp benda aftur á móti til þess að Reykhólaleið R sé vænlegasti leiðarvalskosturinn.
Fólk frá sveitunum í kring mætti á fundinn ásamt fólki af sunnanverðum Vestfjörðum og var húsfyllir. Helmingur þingmanna Norðvesturkjördæmis mætti einnig á fundinn.
Þegar í ljós kom að fundurinn yrði svona fjölmennur kom í ljós að raddböndin ein og sér myndu ekki duga, var brugðist skjótt við og náð í hljóðkerfi.