576 umsagnir sendar

Hugmyndir um að taka upp veggjöld eru umdeildar.
Hugmyndir um að taka upp veggjöld eru umdeildar. mbl.is/​Hari

Mik­il andstaða er við hug­mynd­ir um vegtolla í um­sögn­um til um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar Alþing­is, skv. upp­lýs­ing­um FÍB, en í fyrra­dag höfðu nefnd­inni borist 576 um­sagn­ir frá ein­stak­ling­um um sam­göngu­áætlun ár­anna 2019-2034.

FÍB hvatti í byrj­un árs­ins al­menn­ing til að láta skoðun sína á vegtoll­um í ljós með eða á móti. Fram kem­ur í frétt á vefsíðu FÍB í gær að fé­lagið kannaði af­stöðu til vegtolla í þeim er­ind­um og um­sögn­um ein­stak­linga sem birt­ar eru á vefsvæði Alþing­is, þar sem fram komi að í fyrra­dag höfðu 530 ein­stak­ling­ar eða 92% sagst í um­sögn­um sín­um vera á móti vegtoll­um en 43 eða 7,5% lýsa stuðningi við vegtolla.

„Þessu til viðbót­ar var farið yfir 52 um­sagn­ir og er­indi frá op­in­ber­um aðilum, sam­tök­um og fé­lög­um um sam­göngu­áætlun­ina. Í þeim er­ind­um eru sex um­sagn­ir frek­ar já­kvæðar gagn­vart hug­mynd­um um vegtolla (veggjald) og ein nei­kvæð. Ekki er tek­in bein afstaða til vegtolla í 46 um­sögn­um,“ seg­ir í frétt á vefsíðu FÍB.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert