Aflýsa ferðum vegna snjóleysis

Ökumenn sakna snævar.
Ökumenn sakna snævar. mbl.is/​Hari

Snjóleysið í vetur, einkum sunnan- og vestanlands, hefur haft áhrif á þau fyrirtæki sem sérhæfa sig í vetrarferðamennsku. Ferðum hefur verið breytt eða jafnvel aflýst.

Þannig hefur Ferðafélag Íslands aflýst boðaðri miðnæturferð upp á Snæfellsjökul um næstu helgi, en um 30 manns höfðu bókað sig í ferðina. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÍ, segir snjóleysið og vætuna hafa áhrif á allan ferðamáta en félagið hefur orðið að breyta eða fresta fleiri ferðum í vetur, einkum í Landmannalaugar þar sem krapi og vatnselgur er víða á leiðinni þangað.

„Það er mikilvægt að huga að aðstæðum hverju sinni og ekki ana út í einhverja vitleysu. Menn þurfa einnig að hugsa um ökutækin sín við þessar aðstæður. Við verðum að vera bjartsýn á að það komi snjór núna í janúar og betra veðurfar,“ segir Páll í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert