Flugvél kyrrsett vegna skulda

Skrúfuþota Ernis á Vestamannaeyjaflugvelli á dögunum.
Skrúfuþota Ernis á Vestamannaeyjaflugvelli á dögunum. mbl.is/Sigurður Bogi

Isavia hefur kyrrsett Dornier-skrúfuþotu flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. Þetta kemur fram á forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, segir skuldina í dag svara til um það bil eins árs þjónustugjalda og nema 98 milljónum króna.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir kyrrsetninguna koma til vegna ógreiddra notanda- og flugleiðsögugjalda innanlands. 

Frétt Fréttablaðsins í heild

Flugfélagið Ernir heldur uppi áætlunarflugi til Vestmannaeyja, Hafnar í Hornafirði, Húsavíkur, Sauðárkróks, Bíldudals og Gjögurs.

mbl.is/Ernir Eyjólfsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert