Gæti sett fyrirtækin í þrot

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að svigrúm til …
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að svigrúm til launahækkana sé sennilega minna í ferðaþjónustu en öðrum atvinnugreinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir verkföll geta reynst ferðaþjónustunni erfið.

„Við getum alveg talað íslensku. Svigrúmið til launahækkana í ferðaþjónustu er líklega minna en í mörgum öðrum atvinnugreinum. Verði hér langvarandi árásir á ferðaþjónustu í heild sinni, eða á hluta hennar, gætum við horft upp á að einhver fyrirtæki leggi hreinlega upp laupana. Staðan er bara þannig,“ segir Jóhannes Þór og bendir á tölur Hagstofunnar um afkomu hvalaskoðunarfyrirtækja. Þær tölur bendi til að afkoma fyrirtækjanna hafi verið neikvæð um 3 milljónir króna í fyrra fyrir fjármagnsliði.

Kaupmenn ræða um að hækka verð hækki laun mikið.
Kaupmenn ræða um að hækka verð hækki laun mikið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri hjá Festi, sem rekur N1 og Krónuna, segir fyrirtækið hafa almenna viðbragðsáætlun ef það komi til verkfalla. Hún tryggi að til sé meira eldsneyti á dælustöðvum en almennt. Hins vegar lokist matvörubúðir þegar verkföll skella á. Þær verði enda ekki mannaðar með öðru starfsfólki. Hann segir umræðuna um verkföll og launakröfur hafa haft neikvæð áhrif á verslun að undanförnu. Ef farið verði að launakröfum verkalýðshreyfingarinnar muni það auka launakostnað hjá Festi um 2 milljarða. Slíkt kalli á verðhækkanir, uppsagnir eða hvort tveggja

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, kaupmenn ræða um að hækka verð ef laun hækka mikið. Veitingamenn hafi áhyggjur af stöðunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert