Í barnsminni Kristmundar

Kristmundur Bjarnason ungur maður. Danski vísindamaðurinn S.L. Tiexen tók myndina …
Kristmundur Bjarnason ungur maður. Danski vísindamaðurinn S.L. Tiexen tók myndina en hann dvaldist á Mælifelli í rannsóknarferðum. Ljósmynd/S.L. Tiexe

Krist­mund­ur Bjarna­son, rit­höf­und­ur og fræðimaður frá Sjáv­ar­borg í Skagaf­irði, er 100 ára í dag. Krist­mund­ur er fædd­ur á Reykj­um í Tungu­sveit 10. janú­ar 1919. For­eldr­ar hans voru Krist­ín Sveins­dótt­ir og Bjarni Krist­munds­son en fóst­ur­for­eldr­ar voru sr. Tryggvi H. Kvar­an á Mæli­felli og Anna Gr. Kvar­an, sem ólu Krist­mund upp með dætr­um sín­um tveim­ur, Hjör­dísi og Jón­ínu.

Í til­efni þess­ara merku tíma­móta í lífi Krist­mund­ar gef­ur Sögu­fé­lag Skag­f­irðinga út bók­ina Í barn­sminni - minn­ingaslit­ur frá bernsku­ár­um. Sölvi Sveins­son annaðist út­gáf­una en bók­in, sem Krist­mund­ur ritaði á ár­un­um 2005-2006, fjall­ar um bernsku­ár hans á Mæli­felli.

Útgáfu­hátíð verður hald­in í Safna­hús­inu á Sauðár­króki næst­kom­andi laug­ar­dag kl.16. Þar mun Hjalti Páls­son, rit­stjóri Byggðasögu Skaga­fjarðar, segja lít­il­lega frá ævi­ferli Krist­mund­ar og kynn­um sín­um af hon­um, Unn­ar Ingvars­son seg­ir frá kynn­um og sam­starfi við Krist­mund og Kristján B. Jónas­son tal­ar um bók­mennta- og fræðistörf Krist­mund­ar. Sölvi Sveins­son mun kynna bók­ina og lesa upp úr henni en Sól­borg Una Páls­dótt­ir héraðsskjala­vörður stýr­ir dag­skránni, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um tíma­mót þessi í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert