Hlýjasta janúarbyrjunin

Iðgrænir vellir. Þessi mynd var tekin 10. janúar sl. en …
Iðgrænir vellir. Þessi mynd var tekin 10. janúar sl. en ekki 10. júlí í fyrra. Víkingsvöllurinn er sem á sumardegi rétt eins og aðrir knattspyrnuvellir.

„Þetta er hlýjasta janúarbyrjun það sem af er öldinni,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur um 10 fyrstu daga janúarmánaðar.

Meðalhiti í Reykjavík þessa daga er 4,9 stig, 5,5 stigum ofan meðallags árin 1961-1990 og 3,8 ofan meðallags síðustu tíu ár.

„Trúlega fellur hiti mánaðarins eitthvað á samanburðarlistum næsta þriðjung mánaðarins – bæði er útlit fyrir kólnandi veður og samkeppni við aðra hlýja janúarmánuði mjög ströng,“ segir Trausti ennfremur.

Kaldastir á þessari öld voru dagarnir tíu árið 2001, meðalhiti þá -4,7 stig. Sé litið til lengri tíma (144 ár) er hiti dagana tíu nú í 3. til 4. hlýjasta sæti, hlýrri voru þeir 1972 [6,8 stig] og 1973 [5,5], en jafnhlýir 1964. Kaldastir voru þeir 1903, meðalhiti -7,7 stig, segir Trausti í umfjöllun um veðráttunda frá áramótum í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert